Frestur til að skrá sig í Landnemaskóla 2 hefur verið framlengdur til 15. desember.  Skólinn er ætlaður íbúum Snæfellsness af erlendum uppruna sem vilja bæta við sig íslenskukunnáttu en æskilegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á íslenskri tungu.

Athugið að hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu til verkalýðsfélaganna.