Landnemaskólinn, sem  er námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaðnum, sem ekki á íslensku að móðurmáli, hefst í dag í  Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Tilgangur skólans er að auðvelda þeim að laga sig að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í skólanum verður kennd Íslenska, samfélagsfræði, tölvuvinnsla og sjálfsstyrking.
Um 16 þátttakendur hafa skráð sig til leiks og eru þeir allir búsettir hér í Grundarfirði. Skólinn er 120 kennslustundir og lýkur 11. maí nk.