Northern Wave hvetur Grundfirðinga til að skrá sig í fiskisúpukeppni hátíðarinnar sem að fer fram laugardaginn 6. mars næstkomandi klukkan 20.00 á fiskmarkaði Grundarfjarðar.
 

Þátttakendur geta óskað eftir ókeypis fiskmeti í súpuna um leið og þeir skrá sig en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á info@northernwavefestival.com eða á facebook síðu Northern Wave.
Einnig er hægt að hafa samband við Dögg í síma 7700577.  Pottastærðin skiptir ekki máli en hátíðin skaffar áhöld undir súpuskamtana fyrir gestina. Gott er að koma með gashitara með sér.
 Við viljum einnig hvetja alla Grundfirðinga og nærsveitunga til að mæta og fá sér súpu. Listamaðurinn Humanizer spilar tónlist með karabísku ívafi og sýnir myndverk og boðið verður uppá snafsa til að halda hita í fólki.
Í verðlaun fyrir bestu súpuna er út að borða fyrir tvo á Hótel Framnes og formaður dómnefndar er sjálfur landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran.