Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2019.  Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins.  Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 31. janúar og lýkur 24. febrúar  Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt frá öðrum þjóðgörðum, Minjastofnun og víðar að.

Sjá nánar hér