Yngri kynslóðin í Grundarfirði tók þátt í Orkuátaki Latabæjar sem stóð yfir í febrúar 2006 og náðu Grundfirðingar flestum stigum þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt. Alls fengu Grundfirðingar 123.142 stig. Latibær færði Grundfirðingum sérstakar hamingjuóskir í auglýsingu í Mbl. í dag, 1. mars.

Íþróttaálfurinn og Solla stirða hafa svo sannarlega mikil áhrif á börnin og eru góðar fyrirmyndir. Solla stirða var vinsæl á Öskudegi í Leikskólanum Sólvöllum.

Elísabet Páley, Björg, Sunna, Karen Lind, Alma Jenný og Viktoría Ása voru allar Solla stirða í tilefni Öskudagsins