Grundarfjarðarbær leggur áherslu á gagnsæja stjórnsýslu og gott upplýsingastreymi til íbúa. Með það að markmiði hefur ráðningarsamningur bæjarstjóra verið birtur á heimasíðu bæjarins sem og upplýsingar um launakjör bæjarstjórnar og nefnda.

Grundarfjarðarbær telur mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um laun þessara aðila liggi fyrir. Í meðfylgjandi töflu eru sundurliðuð laun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa vegna ársins 2012.