Grundarfjarðarbær óskar að ráða til starfa leikskólastjóra á Leikskólann Sólvelli.

Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla er skilyrði

·         Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg

·         Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang.

 

Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað það sem umsækjandi telur máli skipta.

 

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst nk.