Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um starf ráðsmanns.  Starfið er við umhirðu, varðveislu, minniháttar viðhald og aðstoð við mat á ástandi eigna og búnaðar fyrir gerð fjárhagsáætlana.  Daglegur starfstími skiptist á milli fastrar viðveru og verkefna undir stjórn skólastjóra í grunnskóla og í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar og svo við verkefni tengd öðrum fasteignum og búnaði undir stjórn skipulags- og byggingafulltrúa.  Áherslur í starfinu eru mismunandi á milli tímabila og geta hlutföll í skiptingu vinnutíma verið breytilegar innan og utan við starfstíma grunnskólans.  Samstarf og samráð eru við starfsmenn í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar og forstöðumenn allra stofnana bæjarins.  Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt en einnig undir verkstjórn næstu yfirmanna.  Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun, en er ekki skilyrði.

 

Launakjör fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélaga sveitarfélaga.

 

Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst n.k. 

 

Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og í síma 430-8500.

 

Grundarfjarðarbær, skrifstofa

Grundargötu 30, s. 430-8500.