Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

 Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsmenn í afleysingar hið fyrsta til að sinna umsjón fasteigna og áhaldahúsi annars vegar og hafnarvörslu hins vegar. Ráðið er í 100% störf tímabundið til sex mánaða eða skv. samkomulagi. Leitað er að áhugasömum starfsmönnum með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.

 

Starfsmaður áhaldahúss

Starfsmaðurinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem falla undir fasteignaumsjón og áhaldahús. Um er að ræða almenn viðhalds- og þjónustuverkefni tengd fasteignum bæjarins, verklegar framkvæmdir og önnur þau verkefni sem yfirmaður felur honum. Í tengslum við verkefnin þarf viðkomandi að vera í samskiptum við stofnanir bæjarins, verktaka og þjónustuaðila.

 

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís, hafa góða þjónustulund, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og sýna frumkvæði í starfi
  • Hafa bílpróf og iðnmenntun eða góða verklega þekkingu og reynslu
  • Hafa góða íslenskukunnáttu og almenna tölvukunnáttu þ.m.t. notkun póstforrita, ritvinnsla, töflureiknar, o.fl.

 

Starfsmaður starfar undir verkstjórn skipulagsfulltrúa/byggingarfulltrúa.

Upplýsingar um starfið veita Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, í síma 430 8500 eða bygg@grundarfjordur.is og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í síma 898 6605 eða bjorg@grundarfjordur.is

 

 

Starfsmaður á höfn

Starfsmaðurinn sinnir hafnarvörslu, vigtun sjávarafla, hafnarvernd, ásamt almennum viðhalds- og þjónustuverkefnum hafnarinnar og öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fari á námskeið til löggildingar vigtarmanns, ef hann hefur þau réttindi ekki fyrir.

 

Hæfniskröfur:

  • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, lipur í samskiptum, stundvís, hafa góða þjónustulund, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og sýna frumkvæði í starfi
  • Þarf að hafa bílpróf og góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Enskukunnátta er æskileg
  • Almenn færni í tölvum er skilyrði, einkum notkun póstforrita, ritvinnsla, töflureiknar, o.fl.

 

Starfsmaður starfar undir verkstjórn hafnarstjóra.

Upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, í síma 438 6705 eða hofn@grundarfjordur.is

 

Launakjör starfanna eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Sótt er um störfin gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudags 25. maí nk.