Laus störf sundlaugarvarða

Grundarfjarðarbær auglýsir laus til umsóknar störf tveggja sundlaugavarða í Sundlaug Grundarfjarðar. Annars vegar er um að ræða dagvinnu alla virka daga frá 8-15:50 og hins vegar kvöldvinnu frá 15:50-21:30 alla virka daga og laugardaga 13-17:30. Um tímabundna ráðningu er að ræða frá 10. janúar 2022 til 20. maí 2022.

Starfssvið:

  • Öryggisgæsla
  • Klefa- og baðvarsla
  • Þrif
  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni
  • Rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar
  • Grundvallar tölvukunnátta

Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda í samræmi við lög.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og að standast hæfnispróf fyrir sundlaugarverði.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2022.

Umsóknum skal skila á netfangið ithrott@grundarfjordur.is og skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir reynslu sinni og hæfni í starfið.

Ráðið er í starfið frá 10. janúar 2022 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar í síma 430 8500 eða í gegnum netfangið ithrott@grundarfjordur.is