- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Byggingafulltrúi auglýsir eftir umsóknumum byggingarrétt fyrir nokkrar byggingarlóðir í Grundarfirði.
Auglýsing um lausar lóðir í Grundarfirði.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir nokkrar byggingarlóðir í Grundarfirði. Um er að ræða eftirfarandi lóðir sem lausar eru til umsóknar:
Íbúðalóðir
Götuheiti: Lóðarstærð:
Grundargata nr. 52 910 m²
Grundargata nr. 61 og 63. Lóðirnar eru samtals 3.200 m² (40 x 80 m).
Grundargata nr. 71, 73 og 75. Lóðirnar eru samtals um 5.280 m² (ca. 132 x 40 m).
Grundargata nr. 82 1.159 m²
Grundargata nr. 90 1.179 m²
Fellabrekka nr. 1 752 m²
Fellabrekka nr. 5 1.011 m²
Hellnafell nr. 1 744 m²
Fellasneið nr. 3 720 m²
Fellasneið nr. 5 701 m²
Fellasneið nr. 6 710 m²
Fellasneið nr. 8 734 m²
Fellasneið nr. 22 824 m²
Fellasneið nr. 24 835 m²
Fellasneið nr. 26 803 m²
Að auki eru við Fellasneið lóðir fyrir ca. 7 íbúða raðhús þar sem hver lóð er um 410m² (ca. 12x34m).
Iðnaðar- og athafnalóðir á iðnaðarsvæðinu við Kverná
Götuheiti: Lóðarstærð:
Einnig eru fjölmargar lóðir við götuna Hjallatún en lóðir þar eru flestar skilgreindar sem svokallaðar metralóðir, þ.e.a.s. þeim hefur verið skipt upp í 5m breið lóðarbil og getur umsækjandi lóðar því að nokkru leyti ráðið stærð sinnar lóðar, þ.e. það ákvarðast af þeim fjölda lóðarbila sem sótt er um.
Umsóknareyðublöð og yfirlitsuppdrætti fyrir lóðirnar má nálgast hjá byggingafulltrúa sem veitir einnig nánari upplýsingar s.s. um úthlutun lóðanna, byggingarskilmála, gjaldskrár gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda o.fl. Á skrifstofu byggingafulltrúa er einnig hægt að skoða lóðirnar á nýlegri loftmynd af Grundarfirði.
Þeir aðilar sem þegar hafa sótt um lóðir í Grundarfirði, en hafa ekki hafið byggingarframkvæmdir, þurfa að endurnýja umsóknir sínar, þar sem umsóknir falla sjálfkrafa úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan árs frá afgreiðslu umsóknar.
Lóðir í nýju íbúðahverfi sem búið er að skipuleggja í Ölkeldudal, verða auglýstar síðar þegar vinna við gatnagerð og lagnir komast á lokastig.
Síma- og viðtalstímar byggingafulltrúa eru alla virka daga frá kl. 10 – 12.
Jökull Helgason
Skipulags- og byggingafulltrúi.