Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi? Viltu breyta til? Hvernig væri að ögra sjálfum sér og upplifa lífið í yndislegum bæ á landsbyggðinni!

 

Deildarstjórar/sérkennari

 

Þrjá kennara vantar á Leikskólann Sólvelli í Grundarfirði í 100% stöður, tvo deildarstjóra í framtíðarstöður og einn sérkennara til eins árs. Sérkennari hefur umsjón með allri sérkennslu í skólanum.

 

Leikskólinn Sólvellir er fjögurra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis­fræði.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Störfin eru laus frá 1. ágúst 2015 eða eftir samkomulagi.

 

Umsóknarfrestur er til 20. júní nk.

 

Sótt er um störfin á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is

 

Nánari upplýsingar veitir Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri eða Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðar leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir netfangið bjorg@gfb.is.

Hér getur þú nálgast umsóknareyðublað.

 

Á Sólvöllum starfa u.þ.b. 20 manns. Þar er líf og fjör og allir leggja sitt af mörkum til að gera starfið spennandi og skemmtilegt. Við vonum að þú viljir koma og taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem þar fer fram og skorum á þig að hafa samband og jafnvel koma í heimsókn og skoða staðinn. Þú ert velkomin/nn!