Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með um 55 nemendur á aldrinum 1-5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldis­fræði.

 

Leikskólastjóri

 

Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla er skilyrði

·         Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg

·         Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir sendist á framangreint netfang eigi síðar en 28. maí 2017.

 

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

 

Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta.

 

 

Deildarstjóri

 

Starf deildarstjóra felst í skipulagningu á faglegu starfi deildar og samskiptum við foreldra. Um 100% starf er að ræða.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun

·         Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum er æskileg

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 

 

 

 

Matráður

 

Starf matráðs felst í yfirumsjón með eldhúsi. Matráður sér um matseld á heitum mat og bakstur, skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum. Matráður hefur umsjón með matseld hádegismatar fyrir um 150 manns og miðdegishressingar fyrir um 75 manns. Um 100% starf er að ræða.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg

·         Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

 

 

Nánari upplýsingar um störf deildarstjóra og matráðs veitir Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@gfb.is.

 

Sótt er um störf deildarstjóra og matráðs á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is

 

Ráðið er í störf deildarstjóra og matráðs frá 8. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi. Með vísan til laga um jafnan rétt kynjanna eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um störfin.

 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Farið er fram á að umsækjendur allra starfa hafi hreint sakarvottorð.

 

Umsóknarfrestur allra starfa er til 28. maí nk.