Leikskólinn Sólvellir og leikskóladeildin Eldhamrar leita að leikskólakennurum til starfa. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í ágúst 2018. Um 100% störf er að ræða.

Leikskólinn Sólvellir er starfræktur að Sólvöllum 1. Leikskóladeildin Eldhamrar er starfrækt innan Grunnskóla Grundarfjarðar, að Borgarbraut 19, en starfar eftir lögum og aðalnámskrá leikskóla.

 

Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar og Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð við Leikskólann Sólvelli

·         Þátttaka í þróun leikskólastarfsins í samvinnu við stjórnendur.

·         Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

·         Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.

·         Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð við leikskóladeildina Eldhamra

·         Þróun 5 ára deildar í samstarfi við aðra stjórnendur.

·         Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

·         Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs.

·         Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

·         Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

·         Áhugi á að vinna með börnum. 

·         Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

·         Frumkvæði í starfi.

·         Góð íslenskukunnátta. 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.

Nánari upplýsingar um Leikskólann Sólvelli  veitir Anna Rafnsdóttir, skólastjóri, í síma 438 6645 eða með fyrirspurn á netfangið solvellir@gfb.is

 

Nánari upplýsingar um leikskóladeildina Eldhamra veitir Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, í síma 430 8550 eða með fyrirspurn á netfangið sigurdur@gfb.is

 

Umsóknum skal skilað eigi síðar en 30. apríl nk. á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is, sigurdur@gfb.iseða solvellir@gfb.is

 

Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2018.