Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða starfsmann til að annast ræstingar leikskólans og jafnframt afleysingu á deildum skólans. Vinnutími er kl. 9:00-17:00. Leitað er að starfsmanni sem býr yfir skipulagshæfni, snyrtimennsku og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni í mannlegum samskiptum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.

Ráðið er í starfið frá 8. ágúst 2017.

Umsóknarfrestur er til 4. ágúst nk.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, í síma 861 4443 og Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðar­leikskólastjóri, í síma 840 6111.