Grundarfjarðarbær leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum í eftirtalin störf í sundlaug og íþróttahúsi.

 

A. Sundlaugarvörður/baðvörður í dagvinnu – 100% starf (afleysing)

  • Tímabundin ráðning frá síðari hluta nóvember 2025 til desemberloka 2026.
  • Vinnutími: Virkir dagar frá 7:50-15:50 fram í maí, en frá ca. 7:00-14:50 á sumrin.

B. Sundlaugarvörður/baðvörður, kvöld- og helgarvaktir (afleysing)

  • Leitað er að viðbótarfólki á kvöld- og helgarvaktir
  • Tímabundin ráðning til 31. maí 2026 
  • Vinnutími: Virkir dagar frá 15:50-21:30 og 13:00-18:00 á laugardögum. 

Starfssvið:

  • Klefa- og baðvarsla fyrir íþróttahús og sundlaug
  • Öryggisgæsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Þrif
  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini og notendur íþróttahúss/sundlaugar, sem mikið til eru börn og ungmenni.

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni, sveigjanleiki og rík þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði, enskukunnátta æskileg

Leitað er að umsækjendum óháð kyni, en umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta staðist þolpróf/hæfnispróf sundlaugarvarða.

Vinsamlegast athugið að vegna framangreindra starfa áskilur Grundarfjarðarbær sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda, í samræmi við lög.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2025.

Það er fjör í sundlauginni. Þangað koma íbúar á öllum aldri og gestir, bæði innlendir og erlendir.
Við eigum ekki stærstu sundlaug landsins, en hún er notaleg og með fallegustu fjallasýnina – að ógleymdu því að við erum hætt að kynda hana með olíu! Svo líður öllum betur þegar umhverfið er hreint og þegar vel er hugsað um öryggi gestanna.

Hér má lesa nánar og skoða myndir frá sundlauginni.

Sæktu um hér!

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hinrik Konráðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 430 8500 eða á netfanginu ithrott@grundarfjordur.is