Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa.

Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun barna undir stjórn deildarstjóra samkvæmt starfslýsingu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun

·         Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum er æskileg

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Nánari upplýsingar veitir Matthildur S. Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á matthildur@gfb.is.

 

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst nk.

Sækja um starf leikskólakennara!