Grunnskóli Grundarfjarðar óskar eftir að ráða íþróttakennara í tímabundna stöðu í 10 vikur. Um er að ræða 8 kennslustundir sem dreifast á fjóra virka daga.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og hafi reynslu og áhuga á að vinna með börnum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.

Vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Gerði Ólínu Steinþórsdóttur í síma 430-8550 eða 822-5630.