Skemmtiferðaskipið Le Diamant leggur að bryggju í Grundarfirði þriðjudaginn 15. júlí klukkan 14:30. Þetta skip er í nettari kantinum, aðeins 8.282 tonn og 124 metrar á lengd. Það eru 157 í áhöfn og 198 farþegar, en skipið tekur 226 farþega alls.

Skipið er smíðað í Noregi 1976 og er í eigu Compagnie des Isles du Ponant/Tapis Rouge í Frakklandi. Fyrstu árin hét skipið Begonia og var ferja en 1986 var því breytt í skemmtiferðaskip og sama ár var farin fyrsta ferðin farin.

Skipið er fjögurra stjörnu skemmtiferðaskip og er hugsað fyrir frönskumælandi pör og einstaklinga sem eru ungir í anda. Um borð er topp aðstaða að flestu leyti en sérstaðan er hversu smátt skipið er. Einkunnarorð Le Diamant eru glæsileiki og fágun.

Skipið heimsótti Grundarfjörð fyrst árið 2005 og hefur komið reglulega síðan.