Grundarfjarðarbær auglýsir eftir jákvæðum og samskiptahæfum leiðbeinanda í félagsmiðstöð. Vinnutími er 1-2 kvöld í viku, auk ferða.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).

 

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 5. október 2012. Sótt er um á vefsíðu bæjarins, http://www.grundarfjordur.is/default.asp?Sid_Id=29005&tId=11

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar í síma 690 6559.

Grundarfjarðarbær