Leiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Eden

Laust er til umsóknar starf leiðbeinanda í kvöldstarfi unglinga í félagsmiðstöðinni Eden. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára. Um er að ræða tvö til þrjú kvöld í viku á milli kl. 20 og 22.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggja faglegt tómstundastarf barna og unglinga í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  • Leiðbeina unglingum í leik og starfi.
  • Þróa starfið í samvinnu við unglinga.


Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hreint sakavottorð.
  • Áhugi á að vinna með unglingum.
  • Frumkvæði, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku máli.
  • Reynsla af störfum á vettvangi tómstunda eða æskulýðsmála er kostur.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022.

Sótt er um starf leiðbeinanda á vef Grundarfjarðarbæjar, Grundarfjörður (grundarfjordur.is)

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi á skrifstofutíma í síma 430-8500 eða í netfangið: ithrott@grundarfjordur.is