- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Undanfarið hefur vaxið áhugi á að setja í gang leiðsögunám á Snæfellsnesi. Mikil umræða hefur verið á milli ýmissa aðila, opinberra og í einkageiranum og nú er útlit fyrir að það sé að verða að veruleika. Símenntunarmiðstöðin er að vinna í málinu og hægt að reikna með að boðið verði upp á námskeiðið næsta haust. Það er til mikils að vinna því það hefur sýnt sig að námskeið af þessu tagi auka ekki bara tekjumöguleika þeirra sem þátt taka heldur efla almennt vitund fólks um svæðið, bæði hvað varðar náttúruna og söguna. Slíkt námskeið hefur einnig aukið vægi á þessu svæði vegna komu skemmtiferðaskipa.