Elstu og yngstu börnin á leikskólanum syngja saman

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á Leikskólanum Sólvöllum í gær. Auglýst var opið hús og börnin buðu upp á söng og leiklist. Nemendum var skipt niður í nokkra hópa og meðal efnis var leikþáttur um liltu svörtu kisu, búðaleikur, sagan um Búkollu, sagan um Mjallhvíti og dvergana sjö auk þess sem yngstu og elstu börnin tóku lagið saman. Meðfylgjandi eru myndir frá vel heppnuðum degi í leikskólanum.

Litla svarta kisa

Búðaleikur

Sagan um Búkollu

Mjallhvít og dvergarnir 7

Foreldrar og aðrir gestir