Leikklúbbur Grundarfjarðar stendur fyrir leiklistarnámskeiðum sem hefjast í þessari viku. Öllum er frjálst að taka þátt.

 

Leiklistarnámskeið fyrir 1.-7. bekk, 5.-14. sept frá kl 17-19 3x í viku. Lýkur með sýningu. Skráning og nánari upplýsingar á leikklubbur@gmail.com. Kári Viðarsson sér um námskeiðið en námskeiðið er á vegum Leikklúbbs Grundarfjarðar.

Við hvetjum alla til að skrá sig. 3.000 kr. á barn 50% systkinaafsláttur.

 

Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. 31. águst til 8. september 3x í viku frá kl 20-22.30. Útfrá námskeiði eru 6 leikarar valdir í uppsetningu á Sköllóttu söngkonunni sem frumsýnd verður í okt. Verð 3.000 kr. 50% afsláttur fyrir hjón (annað borgar 1.500 kr.). Skráning og nánari upplýsingar á leikklubbur@gmail.com. Kari Vidarsson sér um námskeiðið en námskeiðið er á vegum Leikklúbbs Grundarfjarðar.

 

Kveðja

Stjórnin