Miðvikudaginn 18. október sl. fóru elstu nemendur leikskólans Sólvalla í heimsókn ásamt foreldrum í grunnskólann. Í árganginum eru 9 börn. Anna skólastjóri tók á móti börnunum, spjallaði við þau og sýndi þeim skólann. Farið var meðal annars í heimsókn inn í 1. bekk og verk- og listgreinastofurnar skoðaðar. Smíðastofan vakti mikla lukku þar sem nemendur í 2. bekk voru að smíða fallega gripi. Einnig var farið niður í tónmennt en þar vöktu trommurnar og allir hrisstuávextirnir mikla hrifningu.  Elsti árgangur leikskólans á eftir að fara í nokkrar heimsóknir í grunnskólann í vetur í tengslum við „Brúum bilið“ verkefnið sem verið hefur í gangi hér í Grundarfirði frá því 1998.

Sjá myndir frá heimsókninni hér.