Mánudaginn 4. október nk. er leikskólaþing leikskólanna á Snæfellsnesi. Þann dag eru leikskólarnir lokaðir og allt starfsfólk á námskeiði. Þrjú námskeið verða í boði sem starfsmenn skipta sér niður á. Námskeiðin eru um menningarlegan fjölbreytileika, könnunarleik yngri barna og heilbrigði og hreyfingu.