Grundarfjarðarbær færði með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir voru árið 2006 sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirskum börnum! Þessi börn eru byrjuð í leikskólanum og hér má sjá nokkur þeirra í pollagöllunum sem voru í gjafapakkanum Á myndinni eru Jón Arnar, Alexander Freyr, Harpa Dögg, Isabella Rut, Anita Ósk og Andrea Ósk.