Í gær miðvikudaginn 26. maí fóru elstu nemendur Leikskólans Sólvalla í Ævintýraleit (elstubarnaferð). Að venju var farið út að Bergi og stóð ferðin yfir frá kl. 9:00 - 19:00. 

Gengið var út að Krossnesvita, farið í Sandvíkina og margt skoðað, sullað og ýmiss ævintýri upplifuð.  Og í dag útskrifast þau frá leikskólanum.  Útskriftin hefst kl. 17:15 í leikskólanum og að henni lokinni verður farið í flatbökuveislu í Kaffi 59.