Deildarstjóra vantar á leikskólann  Sólvelli í Grundarfirði.

 

Um er að ræða 100% starf á yngstu deild leikskólans

Leikskólinn Sólvellir er fjögra deilda leikskóli með um 60 nemendur frá eins árs til sex ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum  og kenningum í uppeldisfræðum.

Menntun og hæfniskröfur:

 

. Leikskólakennara menntun eða önnur uppeldismenntun.

. Reynsla af uppeldis og kennslustörfum er æskileg.

. Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi.

. Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og kennarasambands Íslands.

Starfið er laust frá 1. Desember n.k.

Umsóknarfrestur til 15. Nóvember.

Nánari upplýsingar veita Björg Karlsdóttir leikskólastjóri og Ingibjörg Þórarinsdóttir, í síma 438-6645 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@gfb.is

Sótt er um starfið á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is