Gefins bækur

Á dögunum komu nemendur fæddir 2016 færandi hendi til okkar á leikskólann. Þessir nemendur eru að hætta hjá okkur og fara á Eldhamra í haust og að skilnaði gáfu þau leikskólanum nokkrar bækur. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og óskum þessum yndislegu einstaklingum alls hins besta í framtíðinni. Þau eiga öll sinn stað í hjörtum okkar.

 

 

Vettlingar

Í vetur hafa mægðurnar Karitas og Bergrós komið með vettlinga handa okkur á leikskólann. Á Sólvöllum höfum við leikskólavettlinga sem prjónaðir eru úr lopa og það er alltaf gott að fá nýja vettlinga í safnið. Við þökkum þeim fyrir þessar góðu gjafir og hugsum til þeirra þegar við notum vettlingana góðu.

 

Sjá þessar fréttir og fleiri á heimasíðu leikskólans