Leikskólinn Sólvellir hefur verið opnaður á ný eftir sumarfríið.  Börnin eru flest mætt í skólann hress og kát.  Umsóknum um leikskólavist hefur fjölgað frá því sem gerð var ráð fyrir og er það ánægjuleg þróun.

Grunnskóli Grundarfjarðar hefur birt auglýsingu í Vikublaðinu um skólasetningu þriðjudaginn 25. ágúst n.k.  Setningin hefst kl. 17.00 í íþróttahúsinu.  Víst er að börnin bíða þess óþreyjufull að geta hafið nám og starf í skólanum að nýju eftir góða hvíld í sumar.