Frumkvæði að því að leikskóli var stofnaður í Grundarfirði átti Rauðakrossdeildin hér, sem réðst í verkefnið „Leikskóli“ árið 1976. Þá var ákveðið að byggja leikskóla að Sólvöllum 1 og voru það Rauðakrossdeildin og sveitarfélagið sem stóðu að byggingunni.

 

Í millitíðinni, þangað til bygging yrði að veruleika, var starfsemi leikskóla hafin þann 4. janúar 1977 í einu horni grunnskólans.  Þann 15. nóvember 1979 var Leikskólinn Sólvellir svo opnaður að Sólvöllum 1. Voru það mikil viðbrigði og gjörbreyting á aðstöðu barnafjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. Húsnæðið var síðan stækkað árið 1991 og viðbygging tekin í notkun í mars 1992, vígð 17. júní 1992. Þeir sem vilja lesa meira um aðdragandann og sögu leikskólans geta farið inn á heimasíðu hans