Leiksýningin Flokkstjórinn verður sýnd í Þríhyrningnum mánudaginn 14. ágúst kl. 19:30 í boði Grundarfjarðarbæjar. 

Sýningin er opin öllum en höfðar sérstaklega til unglinga á vinnuskólaaldri (13-18) ásamt foreldrum þeirra. 

Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri, taka teppi eða annað til að sitja á. 

 

Meira um verkið:  Útileikhús um unglinga og illgresi.

Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur.

Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar Hafliðadóttur sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.

Lengd: 40 mín.

Höfundar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius

Leikkona: Hólmfríður Hafliðadóttir

Leikstjóri: Magnús Thorlacius

Tónlist: Iðunn Einars