Nú geturm við farið í leitir allan ársins hring. Beta.gegnir.is sem margir hafa nýtt sér undanfarið ár hefur fengið nýtt nafn. Leitir.is er leitarvefur sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, gagnasöfnum með stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi, Hvar.is. Til hamingju Ísland!

Norrænn húmor.

 

Munið einnig upplesturinn við kertaljós í kvöld kl. sex, kl. 18:00.

 

Lesið fyrir börn og fullorðna.

Safi, te og kaffi á könnunni.

Mánudaginn 14. nóvember 2011 hefst Norræna bókasafnavikan í 15. skipti Í heila viku er boðið upp á upplestra, sýningar, umræður og aðra menningaratburði á þúsundum bókasöfna, skóla og samkomustaða um öll Norðurlöndin og Eystrasaltið


Mánudagurinn er stóri upplestrardagurinn. Hvergi í heiminum taka fleiri þátt í upplestri en þegar lesið er upp samtímis á 2000 stöðum úr völdum textum á mismunandi tungumálum.

Húmor er ótrúlegt tól. Hann býður upp á jafn marga möguleika og svissneskur vasahnífur. Húmor virkjar fólk til þátttöku í stjórnmálum, er persónulegur, gróteskur, satrírískur, háðskur, og er oft uppbyggilegur. Einstaka sinnum getur hann verið sú dauðans alvara að menn deyja nánast úr hlátri.