16. nóvember sl var dagur íslenskrar tungu. Við á leikskólanum blésum til lestrarátaks sem var frá 5.nóv. til 16.nóv., í tilefni dagsins. Börnin fengu miða með sér heim og var kvittað á þá hvaða bækur voru lesnar. Börnin komu svo með miðana í leikskólann og úr þessum miðum varð til hin myndarlegasti lestrarormur. Í lok lestrarátaksins var svo bókadagur í leikskólanum og allir máttu koma með bók með sér að heiman. Það var mikið lesið þennan dag. Nemendur úr 7. bekk komu einnig að lesa fyrir okkur. Takk allir sem tóku þátt í lestrarátakinu og takk 7.bekkur fyrir lesturinn.

Kær kveðja

Börn og starfsfólk leikskólans Sólvalla