Eins og flestum er vonandi kunnugt um hefur Íslenska gámafélagið og Grundarfjarðarbær gert með sér þjónustusamning um grænar tunnur fyrir heimilin í Grundarfirði. Tunnurnar taka við pappír, dagblöðum, tímaritum, ruslpósti, fernum, bylgjupappa, plastumbúðum, niðursuðudósum og minni málmhlutum. Tunnurnar verða

 losaðar einu sinni í mánuði og kosta 950 kr. á mánuði sem greiðast til Grundarfjarðarbæjar á 3ja mánaða fresti. Til að af þessu verði þurfa 40 heimili í bænum að þiggja þjónustuna og biðjum við fólk að skrá sig með tölvupósti á grundarfjordur@grundarfjordur.is eða í síma 430 8500 fyrir 5. júlí. Vinsamlegast hafið samband við bæjarskrifstofuna ef spurningar vakna.