Á bæjarstjórnarfundi þann 14. júní sl. var samþykkt samhljóða að ýtt yrði úr vör verkefni undir heitinu „Lifandi miðbær.“ Þar sem ekki er eftirspurn eftir miðbæjarlóðum í Grundarfirði um þessar mundir er lagt til að miðbæjarsvæði verði nýtt til að auka líf í miðbænum og gera hann meira aðlaðandi.

 

Byrjað verður á að skoða möguleika og vinna hugmyndavinnu. Meðal annars verður tekið til athugunar að koma fyrir hjólabrettarampi, gróðri og öðru sem bætir aðstöðu og auðgar mannlíf, allt árið um kring. Verkefnið verður til umræðu á íbúaþingi þann 6. október nk. og í framhaldi af því tekur bæjarstjórn ákvörðun um ferli og stýringu.

 

Framkvæmdir verða ekki óafturkræfar þannig að mögulegt verður að nýta þetta svæði fyrir verslun eða þjónustu ef aðstæður breytast.