Síðustu helgi var hátíðaropnun á nýrri líkamsræktarstöð hér í Grundarfirði. Hún ber heitið Líkamsræktin og er staðsett í kjallara íþróttahússins. Um 200 manns mættu á opnunina og nú þegar hafa rúmlega 40 manns skráð sig í þjálfun. Það eru hjónin Ásgeir Ragnarsson og Þórey Jónsdóttir sem eiga og reka Líkamsræktina, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í Grundarfirði. Grundfirðingar eru semsagt komnir með nýtt vopn í baráttunni við aukakílóin, baráttu sem nær yfirleitt hámarki á næstu tveimur mánuðum.