Dagana 24.-28.júlí verða starfræktar listasmiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára á Snæfellsnesi. Í boði verða skemmtilegar og fjölbreyttar smiðjur ásamt annarskonar uppákomum. Þær smiðjur sem í boði verða eru:

Art-Craft

Tónlistarsmiðja

Stuttmyndasmiðja

Leiklistarsmiðja/Götuleikhús

Skartgripagerð

Hljómsveitarsmiðja

Gestum og gangandi verður boðið upp á að fylgjast með þeirri starfsemi sem fram fer í smiðjunum. Lokapunktur listahátíðarinnar verður laugardaginn 29.júlí. Þá mun afrakstur starfsins verða til sýnis á einn eða annan hátt.

Skráning í smiðjur hefst föstudaginn 7. júlí og stendur til 17. júlí. Hægt verður að skrá sig í síma 891-7802 (Þóra Margrét). Skráningargjald er 2000 kr. og einungis verður hægt að skrá sig í eina smiðju.

Nánari upplýsingar um hátíðina veita:
Þóra Margrét Birgisdóttir—thora@skoli.net, 891-7802
Sonja Karen Marinósdóttir—sonjama@khi.is, 690-9601

Menningarsjóður Vesturlands styrkir listahátíðina.