112 orð yfir vind er inntak listaverks Sólrúnar Halldórsdóttur. 
Mynd: SH.
112 orð yfir vind er inntak listaverks Sólrúnar Halldórsdóttur.
Mynd: SH.

 

Föstudaginn 4. júní 2021 kl. 15:30 verður afhjúpað listaverk Sólrúnar Halldórsdóttur, við Hrannarstíg og tilkynnt um nafn verksins. 
 
Frú Eliza Reid verður gestur okkar Grundfirðinga og mun afhjúpa verk Sólrúnar, ásamt annarri Elísu. Það er frænka Sólrúnar, Elísa Gunnarsdóttir tveggja ára, sem mun aðstoða við það. 
 
Verið öll hjartanlega velkomin að vera viðstödd! 
 
 
Verkið og uppsetning þess voru til umfjöllunar í þættinum "Að vestan" á sjónvarpsstöðinni N4, mánudaginn 24. maí sl. Sjá viðtalið hér.
Auk þess var viðtal við Sólrúnu í Skessuhorni, 26. maí sl. Sjá viðtal í Skessuhorni,