Sumarið 2021 stendur LISTFELLSNES fyrir skemtilegum dans- og leiklistarnámskeiðum á Snæfellsnesi!

​Námskeiðin eru ÓKEYPIS og opin börnum og ungmennum á öllum aldri!

​Kennt verður í eftirfarandi aldurshópum:

4-5 ára

6-10 ára (1-5. bekkur)

11-15 ára (6.-10. bekkur)

16+ (framhaldsskólaaldur, 10. bekkur líka velkominn)

Á námskeiðunum verður kennd LEIKLIST og DANS

​LEIKLIST er frábær fyrir alla! Í Leiklist lærir maður að trúa á sjálfan sig, koma fram og þora að gera mistök! Við förum í fullt af skemmtilegum leikjum og lærum að virkja ímyndunaraflið, skapa og búa til leikrit!

​Í DANSI gerum við skemmtilegar æfingar við hressa tónlist og lærum svo flotta dansa!

​6-10 ára og 11-15 ára Vikunámskeiðið í Grundarfirði endar með SÝNINGU þar sem nemendur fá að bjóða vinum og vandamönnum

Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Listfellsnes