Listfellsnes - Sýning

 

Dagana 2.-5. ágúst 2022 var listasmiðjan Listfellsnes með söngleikjanámskeið fyrir hressa krakka af Snæfellsnesi. Námskeiðin voru haldin í íþróttahúsinu í Grundarfirði, í fjóra daga og fengu yfir 30 börn og ungmenni tækifæri til að læra þar dans, söng og leiklist.

Vikan endaði með stórskemmtilegri sýningu þar sem sýnd voru tvö heil leikrit með dönsum og söng. Kennarar námskeiðsins voru þær Auður Bergdís Snorradóttir og Júlía Mjöll Jensdóttir. Auður ólst upp í Grundarfirði og hefur síðustu árin unnið mikið með ungu fólki í leikhúsi. og sjónvarpi. Júlía Mjöll stundar háskólanám í dansi og söngleikjum við Alþjóðlega Listaháskólann í Barcelona.

Námskeiðin voru ókeypis fyrir alla þátttakendur sem og sýningargesti í boði Grundarfjarðarbæjar, Djúpakletts ehf., Fiskmarkaðs Íslands hf., Soffaníasar Cecilssonar ehf. og með styrk Grundarfjarðarbæjar úr Barnamenningarsjóði Íslands.