Föstudaginn 17. desember sl. voru litlu jólin í Grunnskóla Grundarfjarðar. Byrjað var á því að dansa kringum jólatréð í íþróttahúsinu en síðan fóru nemendur með umsjónarkennara sínum í stofur, áttu þar stund saman og skiptust á lukkupökkum. 
Föstudagurinn 17. des var jafnframt síðasti kennsludagur grunnskólans og nemendur því komnir í jólafrí. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar.