Í frétt um ljósleiðara hér á bæjarvefnum þann 28. nóvember sl. var sagt að gert væri ráð fyrir að notendur í Útsveit gætu pantað sér þjónustu um miðjan desember. 

Við blástur stofnleiða kom fram bilun í ljósleiðararöri og gátu verktakar í blæstri því ekki lokið við sitt verk eins og áætlað var. Því urðu frekari tafir á endanlegum tengingum til notenda og er beðist velvirðingar á því. Samkvæmt upplýsingum til bæjarins er nú áætlað að fyrir lok næstu viku, ca. 11. janúar, verði þessari viðgerð lokið af hálfu verktaka. Því er þess vænst að notendur í Útsveit geti pantað sér þjónustu eigi síðar en um miðjan janúarmánuð n.k.