Við minnum á ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Samkeppnin hófst  2. maí og stendur til 31. ágúst og verða myndirnar að vera teknar á því tímabili og innan sveitarfélagsmarka. Hver þátttakandi má senda inn tíu myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á veglegri sýningu á næstu Rökkurdögum. Þemað í samkeppninni er sumar.