Vinningsmynd 2020 - tekin af Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur
Vinningsmynd 2020 - tekin af Olgu Sædísi Aðalsteinsdóttur

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar efnir til ljósmyndasamkeppni bæjarins í tólfta sinn.

Þema keppninnar í ár er “litagleði”.

Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2020 til 20. nóvember 2021 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir. 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.

Tilgangur keppninnar er að Grundarfjarðarbær komi sé upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til notkunar við kynningarstarf og annað sem viðkemur starfsemi bæjarins. Jafnframt að ýta undir áhugaljósmyndun meðal bæjarbúa.

Grundarfjarðarbær hvetur bæjarbúa til þátttöku. Það er alls ekki nauðsynlegt að eiga dýrar myndavélar til að taka þátt heldur eru það hugmyndaflug, staðsetning, birta, myndefni og tímasetning sem ráða því hvernig til tekst þegar smellt er af.

Reglur keppninnar:

  1. Skil á myndum fara fram með því að senda myndirnar á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is merktar "Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2021".
  2. Skilafrestur á myndum er til miðnættis laugardagsins 20. nóvember 2021.
  3. EKKI má birta myndir sem skilað hefur verið inn, hvorki á netinu, sýningum né í fjölmiðlum fyrr en að lokinni verðlaunaafhendingu.
  4. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu desember 2020 - nóvember 2021.
  5. Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að nota myndirnar á vefsíðum sínum, endurgjaldslaust.
  6. Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að prenta myndirnar og hafa til sýnis, hvort sem er í húsnæði bæjarins eða annars staðar, endurgjaldslaust.
  7. Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að birta myndirnar endurgjaldslaust.
  8. Skila verður myndum í .jpg formati.
  9. Skila má fleiri en einni mynd en að hámarki fimm myndum frá hverjum þátttakanda.
  10. Með því að senda inn mynd/ir í keppnina samþykkir þátttakandi reglur hennar.

Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara út og njóta fegurðar í ykkar nánasta nágrenni og fagna fjölbreytileikanum.

Menningarnefnd