Á vegum Rökkurdaga er að hefjast ljósmyndasamkeppnin Mannlíf og umhverfi Grundarfjarðarbæjar. 
Öllum er heimil þátttaka og er vonast til þess að sem flestir taki þátt í keppninni og sendi inn bæði nýjar og gamlar ljósmyndir af mannlífii og/eða umhverfi Grundarfjarðarbæjar.
Myndirnar verða svo til sýnis á Rökkurdögum.

Þeir sem vilja taka þátt í keppninni eru beðnir um að senda myndirnar í tölvupósti á póstfangið rosa@tsc.is, með lýsingunni: Ljósmyndir.
Í tölvupóstinum skal koma fram nafn sendanda, heimilisfang og símanúmer og að sjálfsögðu ljósmyndin. Ef ljósmyndirnar eru ekki stafrænar skal senda þær á Skrifstofu Grundarfjarðarbæjar
Grundargötu 30, 350 Grundarfjarðar og merkja umslagið ljósmyndir. Í umslaginu skulu koma fram ofangreindar upplýsingum um ljósmyndara.

Skilafrestur er 20. október nk.


Öllum fyrirspurnum um keppnina skal beina beint til Rósu í s. 869 2701 eða á tölvupóstfangið rosa@tsc.is

Undirbúningur er enn á fullu fyrir Rökkurdaga og eru að verða síðustu forvöð að koma á framfæri atburðum og/eða uppákomum fyrir hátíðina.
Hafa samband við Rósu í síma 869-2701 eða tölvupóstfangið rosa@tsc.is