Á Rökkurdögum stóð yfir ljósmyndasamkeppnin „Umhverfi og menning Grundarfjarðar“. Hrannarbúðin stóð að keppninni, var með myndirnar til sýnis og veitti verðlaun. Verðlaun fyrir bestu myndina hlaut Alexandra Sukhova tónlistarkennari og hlaut hún canon digital myndavél að gjöf. 

 

Jóhanna í Hrannarbúðinni, Guðmundur Ingi bæjarstjóri og vinningshafinn, Alexandra Sukhova. Mynd HJJ.

Verðlaunamyndin er af 8 ára grunfirskri stúlku sem heitir Nadezda.