Menningarhátíðin Rökkurdagar hefur gengið afskaplega vel það sem af er og viðburðir almennt vel sóttir. Oft sáust myndavélar á lofti og förum við nú þess á leit við ykkur sem eigið góðar myndir frá viðburðum síðustu daga að senda vel valdar myndir sem færu í myndabanka á heimasíðu bæjarins.

Senda má myndir á netfangið grundarfjordur[hjá]grundarfjordur.is.