Allir sem hafa flutt aðsetur sitt og dvalarstað undanfarnar vikur þurfa að huga að því að lögheimili sé rétt skráð vegna alþingiskosninganna í vor.  Viðmiðunardagur kjörskrár er 7. apríl n.k.   Skráð lögheimili á þeim degi ræður því hvar hver kjósandi á að kjósa þ. 12. maí n.k.  Vegna páskahátíðarinnar verður bæjarskrifstofan lokuð frá og með skírdegi og fram yfir páska.  Því þurfa allir sem vilja koma tilkynningu um nýtt lögheimili fyrir eindagann 7. apríl að ljúka því í síðasta lagi miðvikudaginn 4. apríl n.k. 

Vakin er athygli á því, að ekki er hægt að kæra sig inn á kjörskrá nema vegna mjög sérstakra atvika og ekki telur í því samhengi þó að gleymist að tilkynna um nýtt lögheimili.